Skipverjar skiptust á bjöllum

Togaranum Arctic Corsair var siglt á Óðin í þorskastríðinu.
Togaranum Arctic Corsair var siglt á Óðin í þorskastríðinu. Ljósmynd/Sjóminjasafnið í Reykjavík

Íslenskir og breskir skipverjar sem tóku þátt í þorskastríðunum skiptust á skipsbjöllum í morgun um borð í varðskipinu Óðni sem liggur við festar á bak við Sjóminjasafnið í Reykjavík. Skiptin áttu að tákna vináttu og traust á milli þjóðanna.

Þá var haldið málþing í Sjóminjasafninu sem bar yfirskriftina Óslitin taug – tengsl Hull og Íslands í gegnum tíðinaMálþingið fór fram á ensku en fyrirlesarar voru sagnfræðingarnir Jo Byrne frá Háskólanum í Hull, Guðmundur J. Guðmundsson og Flosi Þorgeirsson frá Háskóla Íslands.

Tilefni málþingsins er samstarf Sjóminjasafnsins í Reykjavík og systursafns þess í Hull og dagskrá sem söfnin standa saman að um þessar mundir, en þess má geta að Hull er menningarborg Englands árið 2017. Hluti þeirrar dagskrár var heimsókn gesta frá Hull, meðal annars fyrrverandi sjómanna sem hittu íslenska starfsbræður sína frá Landhelgisgæslu Íslands, en allir tóku þeir þátt í þorskastríðunum.

Sjóminjasafnið í Hull vinnur nú að nýrri sýningu sem nefnist Sameiginlegur andstæðingur (A Common Foe) sem varpa mun ljósi á sameiginlega sögu þjóðanna tveggja. Ein meginuppstaða þeirrar sýningar eru viðtöl við umrædda sjómenn sem tekin verða upp í Óðni. Sýningin verður opnuð í Hull í júlí 2017 og lýkur í september sama ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert