Sótt um leyfi til áfrýjunar vegna kjötinnflutnings

Slagurinn stendur um frystiskyldu á innfluttu kjöti.
Slagurinn stendur um frystiskyldu á innfluttu kjöti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ríkið mun ef áfrýjunarleyfi fæst áfrýja héraðsdómi þar sem því var gert að greiða innflytjanda fersks nautakjöts skaðabætur vegna tjóns sem hann varð fyrir þegar kjötið fékkst ekki flutt inn.

Frestur til áfrýjunar rann út fyrir skömmu en samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögmanns var sótt um áfrýjunarleyfi fyrir þann tíma. Beðið er svars Hæstaréttar.

Íslensk stjórnvöld hafa sett þau skilyrði að allt hrátt kjöt sem hingað er flutt skuli vera í frysti í mánuð til að draga úr hættu á því að hingað berist nýir smitsjúkdómar í búfjárstofna og fólk. Eitt aðildarfyrirtækja Samtaka verslunar og þjónustu, Ferskar kjötvörur, lét reyna á reglur stjórnvalda og reyndi að flytja til landsins lítið magn af ófrosnu kjöti. Það komst ekki í gegnum tollinn og var eytt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert