Sjálfstæðisflokkurinn aftur stærstur

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjálfstæðisflokkurinn mælist sá stjórnmálaflokkur sem nýtur mests fylgis samkvæmt nýrri könnun MMR sem fór fram dagana 17. til 24. febrúar. Í síðustu könnunum MMR hefur Vinstri hreyfingin – grænt framboð mælst stærsti flokkurinn, en hann mældist nú næststærstur.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 26,9%, en var 24,4% í síðustu könnun sem lauk 15. febrúar. Vinstri grænir lækka aftur á móti úr 27% niður í 23,9%. Ríkisstjórnin mælist með 37,9% fylgi og hækkar um 3 prósentustig milli mælinga.

Fylgi Framsóknarflokksins hækkaði um 1,5 prósentustig milli mælinga og er nú 12,2% og er flokkurinn sá þriðji stærsti. Píratar mælast með 11,6%, en mældust með 11,9% í síðustu könnun.

Samfylkingin fer niður í 8% úr 10% í síðustu könnun. Viðreisn mælist með 6,3% fylgi og Björt framtíð með 5,2% fylgi.

Fylgi annarra flokka var samanlagt 5,9%. 

Niðurstöður könnunar í heild mál lesa á vef MMR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert