Kannað verði hvort fleiri hafi brotið af sér

mbl.is/Þórður

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur farið þess á leit við héraðssaksóknara að hann framkvæmi ítarlegri rannsókn á atviki sem varð til þess að lögregluþjónn var ákærður fyrir að beita mann harðræði í fangaklefa. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá þessu.

Fram kemur að meðal þess sem ástæða sé talin til að skoða sé hvort fleiri lögreglumenn hafi brotið gegn starfsskyldum sínum með þvi að tilkynna ekki um málið. Ennfremur að óskað hafi verið eftir því að ríkislögreglustjóri geri úttekt á vinnubrögðum lögreglunnar í kjölfar kærunnar.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við Ríkisútvarpið að umræddur nagi málsins sé kominn til meðferðar hjá embættinu en vil að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert