Arna nýr formaður UN Women á Íslandi

Ný stjórn UN Women á Íslandi.
Ný stjórn UN Women á Íslandi.

Ný stjórn UN Women á Íslandi var kjörin á aðalfundi félagsins í gær. Arna Grímsdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Reita hf. var kosin formaður samtakanna og tekur við formennsku Guðrúnar Ögmundsdóttur, hagfræðings í Fjármálaráðuneytinu sem gegnt hefur formennsku undanfarin fjögur ár.

Tvær nýjar stjórnarkonur voru kjörnar í stjórn samtakanna: Þórey Vilhjálmsdóttir og Kristín Ögmundsdóttir. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri lét af sæti eftir sex ára stjórnarsetu auk Kristjönu Sigurbjörnsdóttur, verkefnisstjóra sem setið hefur undanfarin fjögur ár í stjórn samtakanna. Í stjórn sitja sem fyrr Magnús Orri Schram, ráðgjafi, Karen Áslaug Vignisdóttir, hagfræðingur, Elín Hrefna Ólafsdóttir, lögfræðingur, Örn Úlfar Sævarsson, texta-og hugmyndasmiður, Soffía Sigurgeirsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og Fanney Karlsdóttir, forstöðumaður.

Á síðasta ári jukust framlög landsnefndarinnar um 41% á milli áranna 2015 og 2016. Um helmingur af heildarframlagi landsnefndarinnar rann til verkefna sem miða að því bæta lífsgæði og öryggi kvenna á flótta. Þá hafa aldrei fleiri styrkt samtökin með mánaðarlegu framlagi og aldrei áður hafa jafn margir karlmenn tilheyrt þeim hópi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert