Mælt með athugun á lagningu vega úr úrgangsplasti

Athuga þarf hvort plastblandað malbik henti íslensku veðri og umferðarmynstri.
Athuga þarf hvort plastblandað malbik henti íslensku veðri og umferðarmynstri. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Forkönnun á notkun úrgangsplasts í malbik bendir til að ástæða sé til að gera frekari rannsóknir á þessum möguleika. Slíkar tilraunir hafa verið gerðar erlendis og í Indlandi er úrgangsplasti breytt í vegi í stórum stíl.

Jamie McQuilkin hjá ReSource International ehf. í Kópavogi fékk styrk úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar á síðasta ári til að gera könnun á möguleikum þess að nota úrgangsplast í malbik hér á landi.

Niðurstaðan er jákvæð og hvatt til frekari athugunar. Fram kemur að mögulegur sparnaður við vegagerð gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna á ári eða jafnvel farið yfir milljarð. Til viðbótar gæti verið hægt að koma í veg fyrir förgun á meira en þúsund tonnum af úrgangsplasti og draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert