Gjaldfrjáls námsgögn í Reykjanesbæ

Nemendur í Reykjanesbæ munu fá námsgögn gjaldfrjálst.
Nemendur í Reykjanesbæ munu fá námsgögn gjaldfrjálst. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar fá öll námsgögn gjaldfrjálst frá og með næsta hausti. Fjárveiting þess efnis var samþykkt á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar fyrr í mánuðinum. 

Fræðsluráð Reykjanesbæjar hafði lagt til að Reykjanesbær veitti öllum börnum í grunnskólum Reykjanesbæjar nauðsynleg námsgögn frá og með næsta hausti og var málinu vísað til bæjarráðs. 

„Gjaldfrjáls námsgögn styðja við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar hafa staðfest aðild sína að og Fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar. Þetta skref er liður í því að vinna gegn mismunun barna og styður það að öll börn njóti jafnræðis í námi,“ segir meðal annars í fundargerð bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkti tillöguna, fjórir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögunni og einn gegn henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert