Fleiri feður fá hámarksgreiðslur

Feður í fæðingarorlofi fá í rúmlega helmingi tilfella hámarksgreiðslur úr …
Feður í fæðingarorlofi fá í rúmlega helmingi tilfella hámarksgreiðslur úr sjóðnum. mbl.is/Rax

Árið 2016 fengu 53 prósent þeirra feðra sem tóku fæðingarorlof hámarksgreiðslu úr fæðingarorlofssjóði á meðan aðeins tæp 25 prósent kvenna fengu hámarksgreiðslu. Þetta kemur fram í svari Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um greiðslur vegna fæðinga.

Frá 1. janúar til 14. október 2016 var hámarksgreiðslan 370 þúsund, en frá 15. október var hámarkið 500 þúsund krónur á mánuði.

Flestir feður voru á árinu 2016 með 500 til 750 þúsund krónur í viðmiðunartekjur á mánuði fyrir nýtingu á rétti til fæðingarorlofs, eða 863 feður. Flestar mæður voru hins vegar með 200 til 300 þúsund krónur í viðmiðunartekjur, eða 813 mæður.

Rúm 45 prósent þeirra feðra sem tóku fæðingarorlof árið 2016 voru með viðmiðunartekjur yfir 500 þúsund krónur á meðan aðeins rúm 18 prósent kvenna voru með sömu viðmiðunartekjur. Alls tóku 3.253 konur fæðingarorlof á síðasta ári en 2.725 feður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert