Spáð áframhaldandi úrkomu

mbl.is/Eggert

Skúrir verða norðaustantil á landinu á morgun og einnig sunnanlands samkvæmt veðurhorfum næsta sólarhringinn. Vindur verður norðaustlægur eða breytilegur, yfirleitt 3-8 metrar á sekúndu, en heldur hvassari vestanlands og úti við austurströndina. Hiti verður á bilinu 7 til 17 stig samkvæmt spánni, hlýjast um landið sunnanvert.

Spáin fyrir mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag gerir ráð fyrir hægri vestlægri eða breytilegri átt á landinu. Bjartviðri verður á köflum, en víða síðdegisskúrir og þá einkum inn til landsins. Hiti verður allt að 18 stigum að deginum. 

Þegar kemur fram á föstudag og laugardag er útlit fyrir austlæga átt með vætu á köflum austantil á landinu, en þurru veðri að mestu vestanlands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert