Slóst utan í annan krana

Byggingakraninn skemmdist þegar verið var að taka hann niður.
Byggingakraninn skemmdist þegar verið var að taka hann niður.

Byggingakrani féll þegar verið var að taka hann niður við Vesturbæjarskóla um klukkan hálftvö í dag. Að sögn Atla Hafsteinssonar, staðarstjóra hjá Munck á Íslandi, sem er verktaki á svæðinu, slóst kraninn utan í annan krana en engin slys urðu á fólki. Segir hann kranann hafa skemmst þegar verið var að taka hann niður.

Ekki er ljóst að svo stöddu hvað olli skemmdunum á krananum, en að sögn Atla hefur eitthvað gefið sig þegar verið var að taka hann niður. „En hann féll ekki upp úr þurru,“ áréttar hann.

Skemmdir urðu á krananum sjálfum, og smávægilegar skemmdir á þeim sem hann slóst utan í en ekki urðu frekari skemmdir á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert