Boranir í Hornafirði árangursríkar

Við Hoffell. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hefur séð um borunina. …
Við Hoffell. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hefur séð um borunina. Á meðan á þrepaprófinu stóð var mælingabíll ÍSOR með hita- og þrýstimæli á 400 m dýpi í holunni og skráði breytingar. Ljósmynd/Heimir Ingimarsson

Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna.

ÍSOR hefur á undanförnum árum leitað að jarðhita og séð um rannsóknir á svæðinu fyrir RARIK, en Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hefur séð um borunina. Hoffell er í um 20 kílómetra fjarlægð frá Höfn. Það yrði mikil búbót fyrir sveitarfélagið ef nægilegt vatn finnst til húshitunar. Á Höfn er nú rekin fjarvarmaveita sem nær til stórs hluta bæjarins.

Borun fjórðu borholunnar(HF-4) lauk 14. júlí. Hún varð 1.750 metra djúp og eftir stutta afkastamælingu (þrepadælingu) í borlok virðist holan geta gefið allt að 50 sekúndulítra af um og yfir 80°C heitu vatni við 120 metra niðurdrátt. Frekari upplýsingar um afköst holunnar munu síðan fást í langtíma prófun með djúpdælu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert