Sóttu slasaðan göngumann við Helgufoss

Slökkviliðismenn notuðu sexhjól til að komast til konunnar.
Slökkviliðismenn notuðu sexhjól til að komast til konunnar. Ljósmynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Tilkynnt var um slasaðan göngumann við Helgufoss í Mosfellsdal í dag en þar hafði fjölskylda verið í göngu þegar amman missteig sig og slasaðist á ökkla. 

Farið var með sjúkrabíl og sérútbúinn fjallabíl með sexhjól í eftirdragi í útkallið en fjallabíllinn reyndist óþarfur þar sem sjúkrabíllinn komst að konunni, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Konan var flutt til byggða og segir slökkviliðið að útkallið hafi gengið mjög vel fyrir sig, en fjallabíllinn hefði verið sendur með í útkallið til vonar og vara ef erfiðlega hefði gengið að komast til konunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert