United Silicon greiðir milljarð í skuld

ÍAV var aðalverktaki við byggingu kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík …
ÍAV var aðalverktaki við byggingu kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík þar til í júlí í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

United Silicon þarf að greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman einn milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Þriggja manna gerðardómur kvað upp úrskurð þess efnis á mánudag. Krafa ÍAV hljóðaði upp á rúma tvo milljarða króna auk dráttarvaxta. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. 

ÍAV var aðalverktaki við byggingu kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík þar til í júlí í fyrra, er starfsmenn verktakafyrirtækisins lögðu niður störf. Forstjóri ÍAV greindi frá því að fyrirtækið hygðist leggja vanefndir United Silicon fyrir gerðardóm. 

Í sömu frétt er haft eftir upplýsingafulltrúa United Silicon að ekki væri búið að taka afstöðu til þess hvort dómnum yrði áfrýjað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert