Ágætar horfur eru með kartöfluuppskeru í haust

Uppskera ársins 2016 var svo góð að hún seldist ekki …
Uppskera ársins 2016 var svo góð að hún seldist ekki öll mbl.is/Golli

„Horfur með kartöfluuppskeru í haust eru alveg ágætar,“ segir Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, en hann er formaður Landssambands kartöflubænda.

Ef kartöflubændur sleppa við áföll og ekki koma næturfrost gæti uppskeran í haust orðið mjög góð. Kartöfluuppskeran í fyrra var ein sú besta sem menn muna enda eru enn til birgðir af þeirri uppskeru. Uppskeran árið 2015 var einnig afar góð. Það stefnir því í þriðja góða sumarið hjá kartöflubændum á Íslandi.

Í umfjöllun um kartöfluræktina í Morgunblaðinu í dag segir Bergvin ágústmánuð mjög mikilvægur í ræktinni. „Úrslitin ráðast næsta mánuðinn,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert