Hitafundur um deiliskipulagsbreytingu

Rammaskipulag reitsins á milli Borgartúns, Samtúns og Nóatúns.
Rammaskipulag reitsins á milli Borgartúns, Samtúns og Nóatúns.

Þó nokkur hiti var í fólki á opnum fundi í Borgartúni 14 í gær þar sem kynntar voru breytingar á deiliskipulagi Borgartúns 24, segir íbúi í Túnahverfinu sem mætti til fundarins. Um 50 manns mættu en íbúar höfðu orð á því að fleiri hefðu mætt ef fundurinn hefði verið auglýstur með meiri fyrirvara.

Voru íbúar sem sátu fundinn almennt ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi Borgartúns 24. Fjallað var um fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi Borgartúns 24 í Morgunblaðinu gær.

Meðal umræðuefna á fundinum voru umferðarþungi, vindáttir, skuggavarp og bílastæði. Fannst íbúum sem sátu fundinn m.a. ámælisvert að ekki væri búið að gera greiningu á áhrifum vinds í tengslum við fyrirhugaðar breytingar. Þá var það einnig skoðun íbúa að frekari upplýsingar vantaði um skuggavarp á fleiri tímum sólarhrings og eftir árstíðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert