Strekkings norðanátt fram að helgi

Veðurútlit á hádegi í dag.
Veðurútlit á hádegi í dag.

Það er strekkings norðanátt með rigningu í kortunum í dag og á morgun samkvæmt spá Veðurstofunnar, sem segir þó yfirleitt vera bjartara veðurútlit syðra.

Vindhraði verður á bilinu 5-13 m/s, en öllu hvassara verður suðaustanlands síðdegis, þegar búast má við að vindhraði verði á bilinu 13-18 m/s. Varar vakthafandi veðurfræðingur við að vindhraði geti orðið meiri en 25 m/s í hviðum við fjöll sem sé varasamt fyrir þau ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Hiti verður á bilinu 8 til 18 stig og verður hlýjast sunnanlands.

Það dregur síðan úr vindi og úrkomu á laugardag og er í kjölfarið útlit fyrir hæglætisveður um land allt og fer þá hlýnandi norðanlands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert