Erum við að loka á tímamótatækni?

Með blockchain má m.a. losna við milliliði úr viðskiptum og …
Með blockchain má m.a. losna við milliliði úr viðskiptum og t.d. staðfesta samninga og peningafærslur. Mynd tekin í gagnaveri í Moskvu. AFP

Ekki er með öllu ljóst hvernig á að skattleggja framleiðslu rafmynta á Íslandi.

Tækniheimurinn hefur mikinn áhuga á hinni svonefndu blockchain-tækni, sem rafmyntirnar byggjast á, og gæti skortur á skýrari reglum komið í veg fyrir að fjárfesting og verkefni á þessu sviði rötuðu til Íslands.

Hér á landi þykja að öðru leyti mjög góðar aðstæður til að þróa og reka ýmsa þjónustu tengda blockchain, en margir telja að þessi nýja tækni geti gjörbreytt viðskiptum og samningagerð. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis Data Center, fjárfesta hafa lagt miklar fjárhæðir í fyrirtæki sem vinna með lausnir sem tengjast tækninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert