Stór skjálfti við Grímsey

Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálffimmleytið í nótt.

Um 520 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku. Stærsti skjálftinn var við Grímsey 5. okt. kl. 16:25, 3,9 að stærð. Skjálftinn fannst í Grímsey, Dalvík og Ólafsfirði. Í Bárðarbungu mældist skjálfti 3,7 að stærð 5. okt. kl. 09:46 og við Öræfajökul mældist jarðskjálfti 3,4 að stærð 3. okt. kl. 13:52. Skjálftinn fannst í Öræfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert