„Þetta slefar í storm“

Það er talsverður gustur á Reykjanesbrautinni.
Það er talsverður gustur á Reykjanesbrautinni. mbl.is

„Þetta verður svona í dag, það lægir ekki að neinu ráði,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hvasst er á suðvesturhorninu og fer vindur í hviðum yfir 30 m/​s.

Vind lægir lítið eitt í kvöld en áttin snýst í suðaustan í kvöld. Það verður áfram strekkingur á morgun þó ekki sé gert ráð fyrir jafn ákveðnum blæstri og í dag. Daníel hlær þegar hann er spurður að því hvort óráðlegt sé að taka trampólín út aftur í kvöld og segir vissara að hafa þau áfram innandyra.

Samkvæmt vefsíðu Vegagerðarinnar er talsverður vindur á vegum rétt utan höfuðborgarsvæðisins. Til að mynda fer vindur í hviðum á Reykjanesbrautinni í 25 m/s og þá fer vindur á Grindavíkurvegi í 32 m/s í hviðum.

„Þetta slefar í storm. Svona verður staðan allavega fram yfir kaffileytið í dag,“ segir Daníel.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert