Gagnrýndi Trump í þakkarræðu

Kári Stefánsson í ræðustóli.
Kári Stefánsson í ræðustóli. mbl.is/Árni Sæberg

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tók í síðustu viku á móti æðstu viðurkenningu Bandarísku erfðafræðisamtakanna, ASHG. Verðlaunin eru kennd við William Allan og hafa verið veitt árlega síðan 1961. Þau eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til erfðavísindanna og þykir mikill heiður að hljóta þau.

Kári tók á móti verðlaununum á ársfundi samtakanna í Orlando í Flórída. Auk verðlaunagrips hlaut hann 25 þúsund dollara, ríflega 2,6 milljónir króna. Í þakkarávarpi sínu fór Kári yfir sögu Íslenskrar erfðagreiningar og þakkaði samstarfsfólki sínu fyrir tveggja áratuga samstarf. Svo beindi hann spjótum sínum að Donald Trump Bandaríkjaforseta og þeim skoðunum sem hann hefur viðrað.

„Þeir sem vilja reisa háa múra á landamærum milli landa, þeir sem vilja meira af fangelsum fyrir innflytjendur og þeir sem vilja mismuna fólki vegna einmitt þeirra kosta sem hafa skapað þá fjölbreytni sem við fögnum,“ sagði Kári og kvaðst gjalda varhug við því að fólk sem aðhylltist slíkar skoðanir ætlaði að nota erfðavísindin til að sækja sér rök sem styðja ættu við ógeðfellda sýn þess á heiminn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert