Ferjan biluð næstu vikurnar

Baldur er bilaður.
Baldur er bilaður. mbl.is/Sigurður Bogi
Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV.
Ferjan verður í viðgerð í Stykkishólmi. Haft er eftir Gunnlaugi Grettissyni, framkvæmdastjóra Sæferða, að óljóst sé hvað viðgerð taki langan tíma. Óþægilegt sé að geta ekki boðið upp á þjónustu Baldurs. 
Fram kemur að farþegabáturinn Særún muni sigla í Flatey tvisvar í viku á meðan svona stendur á.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert