Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk

Svifryksmengun hefur verið í borginni í froststillum á umliðnum dögum.
Svifryksmengun hefur verið í borginni í froststillum á umliðnum dögum. mbl.is/RAX

Samspil aukinnar umferðar, nagladekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólarhrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík.

Sólarhrings heilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en síðasta fimmtudag var meðaltalið 92 og hálftímagildið fór upp í 140 µg/m3 þegar mest lét. Á sunnudaginn var meðaltalið 60 µg/m3, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að eftir mengunina á fimmtudaginn hafi verið ákveðið að rykbinda Miklubraut, vestur Hringbraut og svo hluta Grensásvegar aðfaranótt föstudagsins en erfitt hafi verið að mæla árangurinn af rykbindingunni vegna suðsuðaustanáttar með raka sem kom daginn eftir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert