Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Golli

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir brasilískum karlmanni á þrítugsaldri, en hann hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Var manninum gefið að sök að hafa, í mars á þessu ári, staðið að inn­flutn­ingi á sam­tals 1.950 ml af kókaíni sem hafði 69% styrk­leika, ætluðu til sölu­dreif­ing­ar hér á landi í ágóðaskyni.

Fíkni­efn­in flutti ákærði til Íslands, sem farþegi með flugi frá Amster­dam í Hollandi til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, og fundu toll­verðir þau í fjór­um brús­um und­ir snyrti­vör­ur í far­angri ákærða við komu hans til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.

Ákærði neitaði sök í mál­inu en framb­urður hans við yf­ir­heyrsl­ur tók breyt­ing­um. Í fyrstu sagðist hann hafa komið hingað til lands sem ferðamaður og að hann væri ljós­mynd­ari. Hann kvaðst ætla að fara á snjó­bretti, í Bláa lónið og skoða norður­ljós­in og hvali. Hann neitaði því að hafa vitað af fíkni­efn­um sem fund­ust í ferðatösku hans, en efn­in voru fal­in í brús­um fyr­ir munnskol, sápu, krem og tann­krem.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert