Afmælinu líka fagnað úti í heimi

Forseti Íslands og Danadrottning munu fagna í desember.
Forseti Íslands og Danadrottning munu fagna í desember. mbl.is/Golli

Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær að veita 10 milljóna framlag vegna afmælisdagskrár á vegum sendiráðanna í Kaupmannahöfn og Berlín í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands.

Styrkurinn er veittur af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. Sendiráðin í báðum löndum hafa lagt drög að umfangsmikilli dagskrá.

„Það skiptir auðvitað máli að við vekjum athygli á þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar. Það er viðeigandi að gera það í Danmörku enda held ég að samskipti Íslands og Danmerkur séu gott dæmi um það hvernig þjóðir eiga að greiða úr sínum málum. Við höfum átt og munum eiga að vinum frændur okkar Dani og þeir munu taka þátt í því að minnast þessa áfanga,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert