Lokað um Súðavíkurhlíð

mbl.is/Sigurður Bogi

Vegurinn um Súðavíkurhlíð er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en á Vestfjörðum er snjóþekja eða þæfingsfærð en unnið að hreinsun. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði.

Það er hálka eða hálkublettir á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Það er snjóþekja eða þæfingsfærð á vegum á Norðurlandi og unnið að hreinsun. Þungfært er eins og er á Þverárfjalli.

Á Austurlandi er víðast greiðfært en hálka á nokkrum fjallvegum. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni suður í Öræfi en sums staðar nokkur hálka þar fyrir vestan.

Súðavíkurhlíð, horft inn Álftafjörð.
Súðavíkurhlíð, horft inn Álftafjörð. Mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert