Aron Leví endurkjörinn formaður

Aron Leví Beck.
Aron Leví Beck.

Aron Leví Beck var endurkjörinn formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, í gærkvöldi.

Aðalfundur Hallveigar fór fram í gær og hóf Heiða Björg Hilmisdóttir fundinn á því að ræða borgarmálin og #metoo-byltinguna.

Aðrir í stjórn Hallveigar eru Ída Finnbogadóttir varaformaður, Sonja Björg Jóhannsdóttir gjaldkeri, Þórhildur Hlín Oddgeirsdóttir, Nikólína Hildur Sveinsdóttir, Ásmundur Jóhannsson og Fanney Svansdóttir.

„Nýkjörin stjórn Hallveigar leggur áherslu á að treysta ungu fólki til forystu. Gott er að vera með nýkjörna stjórn fyrir borgarstjórnakosningar og leggjum við okkur fram að tryggja að Samfylkingin nái góðum árangi í kosningunum. Við styðjum að stefna meirihlutans haldi áfram og sérstaklega leggjum við áherslu á það að Samfylkingin hvetji ungt fólk til forystu,“ segir í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert