Umferðin gæti tafið sjúkraflutningana

Höfuðstöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eru í Skógarhlíð, skammt frá Bústaðaveg …
Höfuðstöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eru í Skógarhlíð, skammt frá Bústaðaveg og Snorrabraut. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gangi áform um stóraukna notkun almenningssamgangna við nýja Landspítalann ekki upp gæti það torveldað sjúkraflutninga.

Þetta segir Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, í tilefni af nýrri samgöngustefnu Reykjavíkur.

Samkvæmt henni á að lækka hlutfall bílferða úr 75% nú í 58% 2030. Vegna umfjöllunar Morgunblaðsins um samgöngur við nýjan Landspítala sendi spítalinn yfirlýsingu til blaðsins í gær þar sem segir að við nýjan spítala verði um 1.600 stæði. Til samanburðar bendi síðasta könnun á ferðavenjum starfsmanna til að 63% þeirra mæti til vinnu á bíl. Af því leiði að um 1.400 starfsmenn muni hafa til ráðstöfunar 1.600 stæði. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert