Peningar eru ekki vandamálið

Frá Akureyrarflugvelli.
Frá Akureyrarflugvelli. mbl.is/Skapti

„Það er mjög óheppilegt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um stöðuna í millilandaflugi á Akureyri.

Erlendar þotur þurftu tvisvar sinnum að lenda í Keflavík í stað Akueyrar í vikunni en koma þarf svokölluðum blindbúnaði (ILS) á flugvöllinn til að erlendar þotur geti lent þegar skyggnið er með verra móti.

Verkefnið er hjá Isavia og við verðum að bregðast við eins fljótt og hægt er og erum að skoða það í ráðuneytinu,“ segir Sigurður.

Það mun kosta um 100 milljónir króna að koma ILS-búnaðinum á flugvöllinn en Sigurður segir að peningar séu ekki vandamálið. 

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það var fjallað um þetta í fjárlagagerðinni og í þeim áherslum sem við höfum lagt á að opna fleiri glugga út í heim og styrkja millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða. Þetta er augljós liður í því og hefði auðvitað verið betri að klára þetta fyrr,“ segir Sigurður en hann vonast til að verkið verði klárað sem fyrst:

Við gerum þetta eins hratt og hægt er en það eru áhöld uppi um að það verði ekki hægt fyrr en í vor eða sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert