Þæfingur í Kjósarskarði

Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en þæfingsfærð í Grafningi og Kjósarskarðsvegi. Hálkublettir og hvassviðri er undir Eyjafjöllum, samkvæmt vef Vegagerðarinnar.

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og þæfingsfærð og skafrenningur á mörgum fjallvegum. Þungfært er á Ennishálsi og frá Drangsnesi og yfir í Bjarnarfjörð. Einnig er þungfært og skafrenningur á Klettshálsi en verið að moka.

Það er hálka eða snjóþekja á vegum á Norður- og Austurlandi. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Siglufjarðarvegi og Öxnadalsheiði en unnið er að mokstri. Dettifossvegur er lokaður.

Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni og hvasst í Öræfasveit og óveður við Reynisfjall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert