Helmingur íbúða á Bifröst seldur

Bifröst í Borgarfirði.
Bifröst í Borgarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Félag í eigu Reynis Karlssonar hrl. og Braga Sveinssonar bókaútgefanda hefur keypt helming allra nemenda-, starfsmanna- og hótelíbúða Háskólans á Bifröst fyrir 580 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hyggst félagið halda áfram uppbyggingu á ferðaþjónustu á staðnum. Um 100 íbúðir eru enn í eigu íbúðafélags á vegum skólans og verða ekki seldar. Hafa nemendur skólans og starfsfólk þær á leigu.

Skuldir íbúðafélaga Háskólans á Bifröst hafa íþyngt rekstri þeirra undanfarin ár. Áhvílandi skuldir, sem eru aðallega við Íbúðalánasjóð, hafa verið langt umfram það sem rekstur þeirra stendur undir.

Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst, segir að salan hafi verið gerð í samráði við Íbúðalánasjóð. „Söluandvirði eigna rennur nánast alfarið til sjóðsins,“ segir hann. Íbúðalánasjóður afskrifar háar fjárhæðir í kjölfarið eða um 1.700 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert