Par í sjálfheldu á Esjunni

Esjan og Skálafell í norðanátt.
Esjan og Skálafell í norðanátt. mbl.is/Árni Sæberg

Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. 

Parið hafði farið upp á Þverfellshornið en treysti sér síðan ekki niður klettabeltið aftur. Mjög hvasst er á toppnum og eins klaki þannig að þau óskuðu eftir aðstoð björgunarsveitarfólks við að komast niður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert