Hvetja foreldra til að fylgja börnum í skólann

Foreldrar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að fylgja börnum sínum …
Foreldrar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að fylgja börnum sínum í skóla. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur foreldra á Facebook-síðu sinni til að fylgja börnum sínum í skólann nú í morgun, en Veður­stof­an sendi í gær frá sér app­el­sínu­gula viðvör­un fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land, Faxa­flóa, Breiðafjörð og Norður­land vestra.

 „Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efri byggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla,“ segir í færslunni og er tekið þar fram að með yngri börnum eigi lögegla við þau börn sem eru 12 ára og yngri. 

Gul viðvör­un er í gildi alls staðar ann­ars staðar á land­inu og er spáð er allt að 23-28 m/​​s og snjó­komu og slæmu skyggni í efri byggðum og aust­ur frá Reykja­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert