Jafn dagur klukkan 16:15

mbl.is/Hari

Vorjafndægur verða í dag, nákvæmlega klukkan 16:15. Á norðurhvelinu hefst vor en haust á suðurhvelinu þegar sólin færist norður yfir miðbaug himins, segir á Stjörnufræðivefnum. Um þetta leyti er dagurinn um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni, og af því er nafnið dregið. Jafndægur eru einnig einu tveir dagar ársins þegar sólin er beint fyrir ofan miðbaug jarðar, segir enn fremur á Stjörnufræðivefnum.

Á sumarsólstöðum verður sólin svo lengst frá miðbaug himins og byrjar eftir það að lækka aftur á lofti. Það gerist 21. júní í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert