Íslendingar leita sannleikans í DNA

DNA-kjarnsýra varðveitir grunnupplýsingar um manninn.
DNA-kjarnsýra varðveitir grunnupplýsingar um manninn.

Íslendingar eru góðir kúnnar danska fyrirtækisins DNAtest.dk, en um fimm Íslendingar eru vikulega í viðskiptum við fyrirtækið.

Býður það upp á ódýr og fljótleg erfðafræðileg próf eins og t.d. faðernis-, móðernis og systkinapróf, svo eitthvað sé nefnt.

Í umfjöllun um fyrirtæki þetta og þjónustuna í Morgunblaðinu í dag segir eigandi þess fyrirtækisins fleiri Íslendinga vera í viðskiptum heldur en Kaupmannahafnarbúa og að eftirspurnin fari vaxandi.

Uppfært 22. mars: Leiðrétting sem birtist í Morgunblaðinu:

Þau leiðu mistök urðu í frétt Morgunblaðsins á blaðsíðu sex í gær um viðskipti Íslendinga við danska fyrirtækið DNAtest.dk undir yfirskriftinni „DNA-próf vinsæl hjá Íslendingum“ að sagt var að fimm Íslendingar ættu í viðskiptum við fyrirtækið á viku, í þeim tilgangi að láta gera faðernispróf, móðernispróf, systkinapróf o.fl. Hið rétta er að fimm Íslendingar eiga í viðskiptum við DNAtest.dk á dag, hvern dag vikunnar, sem er sjö sinnum meira en fram kom í fréttinni. Leiðréttist það hér með og er beðist velvirðingar á mistökunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert