Borgari stöðvaði þjóf

Almennur borgari stöðvaði mann sem var að stela reiðhjóli við Grettisgötu í nótt. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að borgarinn hafi séð þegar maðurinn braut upp lás reiðhjólsins með kúbeini. Lögreglan kom svo á vettvang og tók við málinu, eins og það er orðað í dagbókinni.

Síðar um nóttina handtók lögreglan tvo menn í porti fyrritækis við Skútuvog. Þeir eru grunaðir um húsbrot og vörslu fíkniefna. Mennirnir voru fluttir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert