Of lítið hugað að öryggi hjólreiðafólks

Á hjólastíg meðfram Ægissíðu.
Á hjólastíg meðfram Ægissíðu. mbl.is/​Hari

„Í frumvarpinu er alltof lítið gert til að tryggja öryggi hjólreiðafólks, sem hefur fjölgað mjög mikið frá gildistöku núgildandi umferðarlaga,“ segir Birgir Fannar Birgisson í athugasemdum á samráðsgátt stjórnvalda við frumvarpsdrög að nýjum umferðarlögum, sem samgönguráðuneytið kynnti til umsagnar.

Er gagnrýni hjólreiðamanna áberandi meðal þeirra 47 umsagna sem bárust en þeir telja hvergi nærri nógu langt gengið í að tryggja aðstöðu og öryggi hjólreiðafólks, að því er fram kemur í umfjöllun um gagnrýnina á frumvarpið í Morgunblaðinu í dag.

Erlendur Smári Þorsteinsson segir að sér sem reyndum hjólreiðamanni „fallist hendur við að lesa breytingarnar um hjólreiðar“. Hann segir breytingar ekkert gera til að auka öryggi hjólreiðafólks en í staðinn séu gerðar ,,skrýtnar breytingar til að fást við meinta og óútskýrða hættu sem gangandi fólki virðist eiga að stafa af hjólreiðafólki en þær „hættur“ standast enga eðlisfræðirýni, á meðan ekkert er gert til að fylgja eftir ábyrgð bílstjóra gagnvart hjólreiðafólki.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert