Tilnefna forvitnislegar kynlífslýsingar

Lárus Blöndal, stjórnarmaður í Lestrarfélaginu Krumma, afhenti Sigurbjörgu Þrastardóttur Rauðu …
Lárus Blöndal, stjórnarmaður í Lestrarfélaginu Krumma, afhenti Sigurbjörgu Þrastardóttur Rauðu hrafnsfjöðrina í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Rauða hrafnsfjöðrin, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum bókmenntum, verður veitt á aðalfundi Lestrarfélagsins Krumma 6. apríl næstkomandi. Það verður í tólfta sinn sem viðurkenningin er veitt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lestrarfélaginu Krumma en verðlaunin eru veitt fyrir forvitnislegustu lýsinguna í bók frá árinu 2017.

Sig­ur­björg Þrast­ar­dótt­ir hlaut verðlaunin árið 2016 fyrir ör­sagna­safn henn­ar Ótta­slegni trom­pet­leik­ar­inn og aðrar sög­ur. Berg­sveinn Birg­is­son hlaut Rauðu hrafns­fjöðrina árið 2015 fyr­ir kyn­lífs­lýs­ingu í bók­inni Geir­mund­ar sala helj­ar­skinns. Fyr­ir árið 2014 var það Soffía Bjarna­dótt­ir sem hlaut verðlaun­in fyr­ir Seg­ulskekkju.

Tilnefningar árið 2017

„Þá sá hann tvo hvíta belgi sem hann hélt fyrst að væru litlir feitir englar úr Rubens-málverki, en þegar betur var að gáð reyndust þetta vera rasskinnar konu, óvenju stórar því þær flöttust út á glerinu eins og risastórar hvítar pönnukökur. Við rasskinnarnar loddu eistu sem hreyfðust nær og fjær eins og pendúlar fastir við loðna fótleggi, hálfklædda í jakkafatabuxur og karlmannsskó en þrengdu sér núna á milli snjóhvítra læra og leggja í leðurstígvélum.

Þórarinn Leifsson, Kaldakol

„Eitt kvöldið, í miðjum atlotum beit Owen léttilega í eyrað á Mána og hvíslaði seiðandi: „Rauður leður reður sarð Urði niðri ... “ sem hann svo svaraði með því að kyssa hana létt á hálsinn og þylja upp úr sér löturhægt: „Þríbrotin blýkringla, þríbrotin blýkringla ... “ Er hiti fór að færast í leikinn fikraði hann sig niður eftir sveittum líkamanum og bleytti hann ennfremur með löngum og munaðarfullum sér- og samhljóðum; brjóstin fengu „mmmma mmmá, mmmme, mmmmé ...“ og í naflanum hljómaði djúpt „tuuu, túúú, tííí, tóóó“. Á innanverðum lærunum purraði hann löng ypsílon ý og loks, fyrir neðan mitti, hófst hann handa við að þjálfa tunguna með sérhæfðum styrktaræfingum; upp, niður, og til hliðar og hratt og hægt, og hratt, og hægt og í hægri hring, og í vinstri hring ... “

Adolf Smári Unnarsson, Um lífsspeki ABBA & Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme)

„Og kynlífið var skelfilega rútínerað. Aldrei neinar spennandi uppákomur eða nýbreytni. Kossar og strokur. Hann saug á henni brjóstin. Hann kom inn í hana. Oftast ofan á. Út og inn í fimm mínútur. Hann kom. Og svo allt búið.“

Friðrika Benónýsdóttir, Vályndi

„Endir

Á morgun er kominn nýr dagur.

Opið allan sólarhringinn og allt er ókeypis!

En svo kemur að því að dagarnir verða ekki fleiri.

Skondrumst því þangað

sem ekki er spurt um skilríki.

Og ég veit að þú segir já

þegar ég spyr hvort þú viljir

ríða mér í þessum einstaka mosa

sem tekur sér 100 ár til að fullorðnast."

Solveig Thoroddsen, Bleikrými

„„Ekki,“ stundi hún í eyra mitt.

Allt í kringum okkur glumdu við hlátrasköll, kliður, glös sem skullu saman, hróp yfir barborðið. Ég læddi fingrum undir kjólinn, dró nærbuxurnar til hliðar, stakk löngutöng inn í hana, hún kipptist við og stundi, fálmaði aftur fyrir sig og greip um klofið á mér. 

Ég hertist allur við snertinguna, typpið á mér stífnaði eins og eldhúsrúlluhólkur í gallabuxunum, titraði af stressi þegar ég elti hana að klósettinu.“

Halldór Armand, Aftur og aftur

„Skoltar samviskunnar myndu örugglega bíta hana síðar fyrir að sofa hjá þessum lofaða manni. En hér og nú, á fögru  tígulsteinalögðu torginu í Gamla stan, leið henni bara prýðilega í návist hans. Var meira að segja sæmilega fullnægð - hafði aðeins þurft að bæta örlítilli fingrafimi við atlot hans um nóttina til að finna upplýst rjóðrið sem þau stefndu á í áfengisþokunni. Verra gat það verið.“

Eiríkur Bergmann, Samsærið

„Haustvísa

Innanverð augnlokin veggfóðruð lyngi

alsettu bústnum berjum.

Innanverð leggöngin: holt bleikrými saknaðar.

Sytrar úr veggjum.“

Solveig Thoroddsen, Bleikrými

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert