Úthlutaði um 40 milljónum á hamfarasvæðum á Grænlandi

Litla þorpið Nuugatsiaq sem aldan mikla hreif með sér. Íbúarnir …
Litla þorpið Nuugatsiaq sem aldan mikla hreif með sér. Íbúarnir munu aldrei geta snúið heim vegna hættu á frekari hamförum svo það liggur fyrir þeim að búa sér nýtt líf annars staðar. Alls eru 70 börn af hamfararsvæðunum nú í Uummannq. Ljósmynd/Aðsend

Landssöfnunin Vinátta í verki safnaði í fyrra  um 40 milljónum króna í kjölfar náttúruhamfara á Vestur-Grænlandi. Nú er búið að ganga frá stofnun Sjálfseignarstofnunar sem útdeilir fénu í þágu barna og ungmenna á hamfarasvæðinu.  

Eftir tvö ár er svo ætlunin að sjóðurinn nái til velferðarverkefna í þágu barna um allt Grænland, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Hrafn Jökulsson, skipuleggjandi landssöfnunarinnar, segir að hópurinn sem afskaplega glaður og þakklátur. Menn horfi með tilhlökkun til starfsemi velferðarsjóðsins. 

Þann 17. júní í fyrra reið gríðarstór flóðbylgja yfir tvö þorp í Uummannaq firði á Vestur- Grænlandi, þorpin Nuugaatsiaq og Illorsuit. Hamfarirnar kostuðu fjögur mannslíf og sópuðu 11 húsum á haf út. Íbúarnir 170 talsins, urðu fyrir miklu áfalli og voru fluttir í skyndi yfir til Uummannaq sem er 1300 manna bær á samnefndri eyju um 600 km norðan við heimskautsbaug.

Hrafn Jökulsson að tafli í Kulusuk á Grænlandi.
Hrafn Jökulsson að tafli í Kulusuk á Grænlandi. Ljósmynd/Aðsend

Þegar fréttir af hamförunum ógurlegu bárust til Íslands leiddi Hrafn, forseti skákfélagsins Hróksins, saman Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, og Hjálparstarf kirkjunnar og hóf landssöfnunina Vinátta í verki. Söfnunin var sett í gang í þágu fórnarlambanna, með sérstakri áherslu á börnin á svæðinu. Þúsundir Íslendinga tóku þátt í söfnuninni, fjölmörg fyrirtæki og öll sveitarfélög Íslands, 73 talsins gáfu til söfnunarinnar. Alls söfnuðust um fjörtíu milljónir íslenskra króna.

Þá segir, að söfnunarfé Íslendinga eigi að verja í samráði við heimamenn og flóttafólkið í Uummannaq og því hafi verið tekin ákvörðun um að í stjórn hennar sætu þrír Grænlendingar frá hamfararsvæðunum og tveir Íslendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert