Margfaldur Íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistari

Árný Heiðarsdóttir stendur við verðlaunapeninga og bikara sem hún hefur …
Árný Heiðarsdóttir stendur við verðlaunapeninga og bikara sem hún hefur unnið í frjálsum íþróttum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Árný Heiðarsdóttir byrjaði 14 ára að æfa frjálsar íþróttir. Tveimur árum síðar hætti hún þrátt fyrir að hafa átt þess kost að æfa með landsliðinu í frjálsum. Strákarnir og unglingalífið heilluðu meira.

Árný byrjaði aftur æfingar 28 ára gömul og 30 ára keppti hún á fyrsta Íslandsmótinu. Árný keppti þar til hún lenti í meiðslum fimmtug. Eftir viðburðaríkan feril er Árný aftur farin að æfa frjálsar.

„Ég var eiginlega hætt en er samt byrjuð að sprikla aftur,“ segir Árný Heiðarsdóttir, Eyjamær og margfaldur Íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistari í frjálsum íþróttum, sem komist hefur fjórum sinnum á pall á heimsmeistaramótum í flokki öldunga. „Ég byrjaði 14 ára að æfa frjálsar íþróttir. Pabbi minn var þjálfari í frjálsum og tók okkur systkinin með en við erum sjö, fimm stelpur og tveir strákar,“ segir Árný. Hún segist hafa hætt að æfa frjálsar 16 ára.
Sjá samtal við Árný í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert