Lóðir eru allt of fáar

Hafnartorg. Skortur er á íbúðum.
Hafnartorg. Skortur er á íbúðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samþykktar byggingarlóðir á höfuðborgarsvæðinu rúma aðeins um 16 þúsund íbúa. Til samanburðar áætla sveitarfélögin að íbúum muni fjölga um 70 þúsund til ársins 2040.

Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins (SI). Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir skortinn kalla á endurmat á skipulaginu.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í Morgunblaðinu í gær að markaðurinn hefði brugðist í húsnæðismálum. Til að leiðrétta það myndi borgin setja kvaðir á lóðir. Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, efast um að það lækki húsnæðiskostnað, að því er hann segir í umfjöllun um mál þetta í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert