Skallaði lögreglumann í andlitið

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Héraðssaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að hafa skallað lögreglumann, sem var við skyldustörf, í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð yfir nefbeinið og önnur minni háttar meiðsli.

Atvikið átti sér stað 14. apríl 2017 og gerðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Meint brot mannsins getur varðað allt að 8 ára fangelsi.

Héraðssaksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert