Stóru kjörseðlarnir ekki til vandræða

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir að stóru kjörseðlarnir, sem eru um metri á lengd, hafi ekki verið til vandræða enn sem komið er. 

Ábending barst til mbl.is um að biðröð hefði myndast í fjórðu kjördeild í Hlíðaskóla vegna þess að kjörseðlarnir í Reykjavík væru of stórir. Kjörkassar fylltust því fljótt og á meðan myndaðist biðröð af fólki sem beið eftir að geta sett seðlana sína ofan í.

Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segist ekki hafa heyrt af því að biðraðir hafi myndast. Ekki hafi verið tilkynnt um vandamál af slíkum toga. 

„Það getur vel verið að kjördeildum sé lokað á meðan það er verið að afstemma en það á ekki að vera löng töf. Kjördeildirnar fylgjast með því hvort kassarnir séu að fyllast og við bætum úr því jafnóðum.“

Aðspurð segir Eva að enn sem komið er séu stóru kjörseðlarnir viðráðanlegir. „En við erum meðvituð um það að það þurfi hugsanlega að skipta út kössum í einstökum kjördeildum og förum í það fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert