Hafði verið með hótanir

mbl.is/Eggert

Einn er í haldi lögreglu í tengslum við eld í fjölbýli við Eyjabakka í Breiðholti í nótt. Hann er grunaður um að hafa kveikt í en hann hafði haft í hótunum við einn íbúa hússins áður.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var eldurinn minniháttar og höfðu íbúar slökkt eldinn áður en viðbragðsaðilar komu á vettvang. Ekki er um miklar skemmdir að ræða.

Tilkynnt var um líkamsárás til lögreglu um þrjú í nótt en þar voru tveir menn sagðir hafa ráðist á þann þriðja. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggja tveir undir grun en þeir hafa ekki fundist. Sá sem varð fyrir árásinni er með minniháttar meiðsli.

Lögreglan hafði afskipti af manni vegna vörslu fíkniefna undir morgun. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert