Birkir Már hlaðinn lofi á Twitter

Birkir Már Sævarsson þótti minna á David Beckham í fyrri …
Birkir Már Sævarsson þótti minna á David Beckham í fyrri hálfleiknum með fyrirgjöfum sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þjóðin fylgdist spennt með fyrri hálfleiknum í leik Íslands og Nígeríu. Margir gáfu sér þó tíma til að taka augun af skjánum annað veifið og tísta um það sem fyrir augu bar í Volgograd eða annað tengt leiknum mikilvæga.

Staðan er enn 0-0 eins og væntanlega allir vita, en Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska liðsins, hefur átt nokkrar frábærar fyrirgjafir og hlotið lof netverja fyrir.

Byrjum yfirferðina af Twitter á þessari ótrúlegu staðreynd frá hagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands.

Fólk er að horfa á leikinn á ýmsum stöðum og Hildur Lilliendahl er á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn og virðist bara ætla ná fyrri hálfleiknum, nema hún ef til vill hafi gripið til þess ráðs að hringja sjálf inn sprengjuhótun.

Stuðningur íslenskra stuðningsmanna á Volgograd Arena skilar sér vel heim í stofur landsmanna.

Stemningin er gríðarlega góð við íslenska sendiráðið í Köben, að sögn ritara Sjálfstæðisflokksins. 

En það er líka gott að vera í Reykjavík, segir Dagný.

Þetta er fimmaurabrandari fyrri hálfleiksins. Bravó Trausti.



Leikurinn hefur kannski heilt yfir verið bragðdaufur en Birkir Már Sævarsson hefur vakið aðdáun netverja fyrir frábærar fyrirgjafir sínar af hægri vængnum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert