Einstök tengslastund og slökun

Hér leiðbeinir Valerie nokkrum mæðrum með ung börn sín á …
Hér leiðbeinir Valerie nokkrum mæðrum með ung börn sín á vatnsmeðferðarnámskeiði og allt fer fram í ró og notalegheitum.

Hin svissneska Valerie Gaillard býður upp á vatnsmeðferðarnámskeið fyrir börn í Lágafellslaug í Mosfellsbæ um næstu helgi. Þar gefst foreldrum, ömmum, öfum eða öðrum tækifæri til að koma með börn og njóta nús.

„Þetta er ekki sundnámskeið, heldur slökunarstund og einstök tengslastund umönnunaraðila og barns, ekki endilega foreldra og barna, heldur líka ömmu og afa og barna, systkina eða annarra sem eru nátengdir börnunum. Þetta er semsagt fyrir alla og ekki krafist grunnþekkingar í neinu,“ segir Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir jógakennari um vatnsmeðferðarnámskeið fyrir börn sem haldið verður 29. og 30. júní nk. í Lágafellslaug.

Þegar Arnbjörg er spurð hvort námskeiðið sé ætlað mjög ungum börnum segir hún að fólk geti komið með alveg upp í þriggja ára gömul börn á námskeiðið og að hægt sé að aðlaga þetta að börnum upp að 10 ára. Einnig er námskeið fyrir fullorðna í kjölfarið.

Sjá viðtal við Arnbjörgu um þetta efni í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert