Fleiri hafa skráð sig í gegnum arfgerd.is

Konur sem hafa stökkbreytingu í geninu BRCA2 eru fjórfalt líklegri …
Konur sem hafa stökkbreytingu í geninu BRCA2 eru fjórfalt líklegri í dag til að fá brjóstakrabbamein fyrir sjötugt en þær voru fyrir áttatíu árum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nú hafa 28 þúsund manns skráð sig í gegnum vefinn arfgerd.is og 24 þúsund þeirra hafa fengið svar um hvort þeir beri genabreytinguna 999del5 í BRCA2-geni, skv. upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu.

Genabreytingin á að stórauka líkur á brjóstakrabbameini og fleiri tegundum krabbameins. Hafa 118 einstaklingar fengið svar um að þeir beri genabreytinguna og hafa 47 þeirra hringt í erfðaráðgjöf Landspítala Íslands (LSH) og að auki nokkrir ættingjar þeirra.

Þetta kemur fram í skriflegu svari erfða- og sameindalæknisfræðideildar LSH við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert