Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ

Ríkisstjórnin á Bessastöðum í vetur. Í dag fundar stjórnin í …
Ríkisstjórnin á Bessastöðum í vetur. Í dag fundar stjórnin í Snæfellsbæ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag, mánudaginn 16. júlí. Að loknum ríkisstjórnarfundi mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Á þeim fundi verður m.a. farið yfir áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum og mál sem rædd voru á ríkisstjórnarfundinum og tengjast byggðamálum. Þá munu fulltrúar sveitarstjórna á svæðinu fara yfir stöðu mála og kynna sín helstu áherslumál, segir í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Í kjölfarið verður haldinn blaðamannafundur sem áætlað er að hefjist kl. 14:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert