Byssumaðurinn var á reynslulausn

Rannsókn málsins er langt komin.
Rannsókn málsins er langt komin. mbl.is/Eggert

Karl­maður sem var hand­tek­inn á Sval­b­arðseyri aðfaranótt laug­ar­dags eft­ir að hann ógnaði fólki með pinna­byssu var á reynslu­lausn þegar málið kom upp. Hann var leidd­ur fyr­ir dóm­ara í dag sem úr­sk­urðaði að maður­inn skyldi færður á ný í fang­elsi til að afplána eft­ir­stöðvar dóms síns.

Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra.

Lög­regl­unni barst til­kynn­ing um klukk­an þrjú aðfaranótt föstu­dags um mann á Sval­b­arðseyri sem hefði sést hand­leika vopn á al­manna­færi. Maður­inn var í ann­ar­legu ástandi en sýndi ekki mót­spyrnu og fannst vopnið í fór­um hans. Hann var flutt­ur í fanga­geymslu en ekki tókst að yf­ir­heyra hann strax.

Rann­sókn máls­ins leiddi í ljós að hann ógnaði að minnsta kosti tveim­ur mönn­um með svo­kallaðri pinna­byssu, skamm­byssu notuð til að af­lífa stór­gripi. Byss­una er hann grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi í húsi á Sval­b­arðseyri. Maður­inn, sem er á fer­tugs­aldri, er einnig grunaður um önn­ur þjófnaðar­brot og eru þau mál til rann­sókn­ar en rann­sókn máls­ins er langt kom­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert