Örlagaríkur rútusöngur

Victor og dætur hans tvær, þær Svanhvít Berg og Sóley …
Victor og dætur hans tvær, þær Svanhvít Berg og Sóley Berg, í treyjum þýska handknattleiksliðsins HSG Siebengebirge sem prýddar eru drekanum Palupa.

Hey balúba var eina lagið sem kom upp í huga handknattleiksmannsins Victors Berg Guðmundssonar þegar liðsfélagar hans í þýska liðinu HSG Siebengebirge-Thomasberg skoruðu á hann að syngja lag sem allir gætu sungið með.

Þeir voru þá í rútu á leið heim af útileik, þetta var árið 1995 og lagið varð fljótt vinsælt meðal liðsfélaga hans og stuðningsmanna Siebengebirge-Thomasberg. Núna, 23 árum síðar, er lagið orðið opinber hvatningarsöngur liðsins.

Victor, sem nú starfar sem framkvæmdastjóri Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, dvaldi í Þýskalandi ásamt fjölskyldu sinni við nám, störf og handknattleiksiðkun á árunum 1990-'99, en reyndar stóð ekki til í upphafi dvalarinnar að spila handbolta með krefjandi háskólanámi.

Sjá viðtal við Victor í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert