Hafa fengið ábendingar frá starfsmönnum OR

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir Orkuveitumálið stærra en …
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir Orkuveitumálið stærra en fram hafi komið. mbl.is/Arnþór Birkisson

Borgarfulltrúar hafa fengið fjölda ábendinga frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur eftir að framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar var rekinn fyrir ósæmilega hegðun, að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV.

Málið var rætt á fundi borgarráðs í morgun og komu fulltrúar úr stjórn Orkuveitunnar á fundinn og upplýstu þar borgarfulltrúa um stöðuna.

Haft var eftir Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, að málið sé stærra en þegar hafi komið fram og vísaði þar m.a. til mikillar starfsmannaveltu.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, tók í sama streng. „Við höfum fengið alls kyns sendingar frá fyrrverandi starfsmönnum, núverandi starfsmönnum og fleirum í öðrum fyrirtækjum,“ sagði hún.

Þá sagði Þór­dís Lóa í samtali við mbl.is fyrr í dag að borg­ar­ráð hafi lagt á það „mikla áherslu“ að í út­tekt­inni sem senn verður unn­in inn­an OR verði „farið ofan í allt þetta ferli, meðal ann­ars henn­ar upp­sögn og fleiri ef þær eru fyr­ir hendi,“ jafn­vel aft­ur í tím­ann svo að skýr mynd drag­ist upp fyr­ir borg­ar­yf­ir­völd­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert